Nú verður liggur við talið mínútur.

Já gemlingar nú er bara 3 1/2 tími í að við munum hittast í Íþróttahúsinu og 7 1/2 tími í aðal partýið. Vonandi eru allir að setja sig í gírinn, sem sagt farnir að sparsla í hrukkurnar, teipa keppina upp og bumbustrekkjarinn kominn á sinn stað. Söngvatnið komið inn í kælir og verið að smyrja liðamótin, strauið tekið á hárgreiðslustofu til að lita gráu hárin og strekkja aftur andlitið með góðri greiðslu. Við erum bara svona að minna á okkur njótið vel.

kv  Nefndin.


Tíminn líður svo hratt.

Já þetta eru orð með sönnu Smile, Nú eru 24 tímar í að við munum hittast á DUUS en ekki nema 20 tímar í Íþróttahúsið Joyful. Nú fer að koma smá titringur í stoðirnar hjá nefndinni, við krossleggjum fingur um að allt gangi upp og ekkert muni  klikka voða mikið Whistling. Hlökkum til að sjá alla og nú eigum við eftir að skemmta okkur Wizard vel og mikið saman.

kv Nefndin


Íþróttahús.

Nú er komin staðfesting á íþróttahúsinu, þangað eiga allir að mæta kl 15:00. Ef þið eruð búin að gleyma þá verður það íþróttahúsið við Sunnubraut sem við ætlum að hittast til að hafa gaman. Svo til að við halda tímanum þá eru bara 46 tímar til stefnu, bara gaman.

kv  Nefndin


Allir að finna glansgallann.

Jæja gott fólk það eru 54 tímar til stefnu Wizard. Eru ekki allir búnir að fara upp á háaloft og finna diskógallann,dusta af honum rykið og ath hvort þið getið ekki skotið allavega annari löppinni í hann Undecided. Við hér í nefndinni erum alveg að missa okkur í tilhlökkun LoL. Nú verður talið niður í klukkutímum bara svona til að auka spennuna og til að gera alla meðvirka. Enn er fólk að skrá sig og erum við ekkert smá ánægð með það sérstaklega ef við tökum tillit til þess að við komum okkur 4 saman á fund í byrjun mars og ákváðum að skella á smá partýi. En nú er bara að telja niður.

kv  Nefndin


NÝJUSTU UPPLÝSINGARNAR ALLIR AÐ LESA.

Jæja gott fólk nú er þetta allt að smella saman Cool. Best að byrja á byrjuninni,það eru um 70 manns sem hafa skráð sig og borgað W00t. Endilega ef að það eru einhverjir sem vilja enn bætast við hópinn þá er bara að vera búið að borga fyrir kl 12:00 á föstudaginn.  þeir sem ætla eða vilja vera með leiki eða aðra uppákomu endilega hafið með ykkur þá leikmuni sem til þarf Wink. Nóg er að hafa samband við okkur á staðnum á laugardaginn og munum við þá aðstoða við að koma því í kring. Eins og þið vitið var Einar svo góður að redda íþróttasal Grin og er sá salur í Íþróttahúsinu við Sunnubraut, við ætlum að hittast þar kl 15:00 ( á ég eftir að fá þann tíma staðfestan frá Einari). Þar munum við hafa gaman í klukkustund nú þeir sem vilja skella sér í sund á eftir endilega gerið það. Nú kl 19:00 munum við svo hittast niður á DUUS (nýja salnum) og þar mun nefndin taka á móti ykkur með bros á vör. Þar verður boðið upp á pinnamat og skemmtun, við erum búin að fá tilboð í gleðidrykki Wizard og hér koma þeir.

BJÓR STÓR                          KR  500 InLove

VÍN HÚSSINS STÓR FLASKA     KR  2.600 Whistling

LÍTIL FLASKA AF RAUÐVÍNI    KR  700 Tounge

LÍTIL FLASKA AF HVÍTVÍNI       KR  700 Smile

SKOT (EINFALDUR)                KR  500 Happy

Vona að þetta gefi ykkur smá innlit í það sem í boði er, svo er aldrei að vita á hverju við lummum en það fáið þið ekki að vita fyrr en á þessu gleði kvöldi. Munið bara að taka brosið og kátínuna með í partýið þá á þetta eftir að verða hið besta kvöld.

kv Nefndin

 


GEMLINGAR NÆR OG FJÆR.

Það er nóg að vera búin að borga en það hefði líka verið gott að fá staðfestingu á Emaili að búið væri að borga, en það er svo sem ekki hundrað í hættunni. Stína mín ekki fá hjartaáfall svona rétt áður en við hittumst, við erum að fara að hittast í kvöld nefndin til að leggja lokahnykk á allt. Þar á meðal að sjá hvað margir eru búnir að skrá sig og þá munum við gefa upp tímann í íþróttahúsinu og elskurnar mínar annað hvort að mæta með innanhússkó eða bara á tásunum.Þið munuð samt skemmta ykkur eins vel, ég lofa að koma með tölur inn í kvöld og allar aðrar upplýsingar. Nú er bara komin þvílík tilhlökkun í okkur hér í nefndinni að við erum að fara á límingunumLoL. Njótið vel og allar upplýsingar verða komnar inn í kvöld.

kv  Nefndin


MUNA EFTIR !!!!!!!!!!!!!

Viljum bara minna þá á sem eru búnir að skrá sig að borga og senda kvittun á www.karenasta@msn.com.  Hér er númerið á reikningnum aftur  142-05-71377 kt:  300369-3089 (Þórólfur Beck).

 

kv  nefndin


ÍÞRÓTTAHÚS KOMIÐ

Jæja gott fólk við ekkert smá heppinGrin Einar hefur reddað okkur húsi til að sprella íW00t. Svo gott fólk þeir sem eru með hugmyndir og eru til í að taka þátt í þessu með okkur endilega hafið samband við eitthvert af okkur.  Við eigum eftir að setja niður tíma en við erum svona að búast við að við munum hafa gaman í klukkustund.  Það yrði bara frábært ef allir gætu séð sér fært að mæta þarna, við lofum einu að þetta er ekki bara fyrir íþróttafólkið allir munu hafa gaman af Smile. En við munum koma með tímasetningu og aðrar upplýsingar strax eftir helgi.

kv  nefndin


14 DAGAR Í GLEÐI.

Nú er þetta farið að styttast og unga fólkið búið að taka vel við sér, margir búnir að borga og kvitta fyrir sig í leiðinni(bara gaman). Við erum ekki alveg heillög á þessari dagsetningu með að borga þið hafið alveg fram yfir helgi. Við munum svo senda SMS eftir helgi á alla þá sem ekki eru búnir að borga, bara til að minna á okkur og ath hvort þið mætið ekki í þessa líka gleði. ANNARS ERUM VIÐ ORÐIN ROSALEGA SPENNT AÐ HITTA ALLA OG HAFA GAMAN.

kv  Karen 


AFMÆLI AFMÆLI AFMÆLI.

ÉG VARÐ AÐ SETJA ÞETTA INN.

 

   HÚN SIGURBJÖRG Á AFMÆLI Í DAG

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN.

 

KV NEFNDIN.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband